Pure Labs ehf er íslenskt fyrirtæki sem var stofnað 2018 og er með starfsemi sína í Suðurnesjabæ. Við í samvinnu við Pharmartica höfum þróað hágæðahúðvörulínuna Sproti CBD og eru allar vörur í línunni framleiddar með GMP staðli. Við notum einungis hágæða CBD ásamt öðrum hágæðahráefnum í vörurnar okkar sem eru alfarið framleiddar á Íslandi.

UPPLÝSINGAR UM CBD OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Hvað er CBD:

CBD eða kannabídíol er einn af fjölmörgum kannabínóíðum sem fyrirfinnst í kannabis plöntunni og er unnið úr hampi. CBD ólíkt THC veldur engum vímuáhrifum og hafa rannsóknir sýnt fram á að CBD hefur fjölda jákvæðra áhrifa fyrir mannslíkamann og þar á meðal á húðheilbrigði.

CBD býr yfir miklum andoxunareiginleikum sem og bólgueyðandi eiginleikum sem stuðlar að jákvæðum áhrifum á húðina og hefur sýnt fram á að virka einstaklega vel við bólgum í húð, þurrk í húð og sem mótvægi við neikvæðum sindurefnum. Rannsóknir vísa einnig til þess að CBD hafi mjög jákvæð áhrif á fitumyndun í húðsekkjum og geti nýst til þess að vinna móti fitubólum, fílapenslum og öðrum húðlýtum.

  • CBD hefur verið notað tilheilsubótar í þúsundir ára
  • CBD-ið sem notað er í SPROTA-vörulínuna frá Pure Labs er svokallað broad spectrum CBD og er án tetrahydrocannabinols (THC). Að öðru leiti inniheldur hún alla aðra eiginleika sem svokölluð Full Spectrum olía hefur.
  • CBD hefur m.a. verið sýnt fram á vera bólgueyðandi, slakandi, verkjastillandi og fleiri eiginleika.
  • CBD olía er bæði notuð útvortis sem og innvortis um heim allan.

ÖNNUR VIRK INNIHALDSEFNI

Kollagen

  • Kollagen í húðfrumum sér um að viðhalda teygjanleika húðarinnar.
  • Magn kollagens í húðfrumum okkar minnkar með aldrinum
  • Rakastig og teygjanleiki kollagensins versnar með aldrinum
  • Hægt er að fá unglega húð með því að bera kollagen í olíum og kremum beint á húð

Hýalúronsýra

  • Hýalúronsýra er hinn náttúrulegi rakagjafi húðarinnar.
  • Stór hluti af hýalúronsýru líkamans má finna í húðinni og er mikilvæg til að
  • viðhalda heilbrigði húðarinnar.
  • Hátt hlutfall hýalúronsýru og kollagens er lykilþáttur í ungri og sléttri húð. Hýalúronsýran binst vatni og heldur þannig kollageninu við kjöraðstæður.
  • Þegar við eldumst missir líkaminn hæfileikan að halda þessum efnum í réttum hlutföllum sem svo veldur þurrki og hrukkum.

Skvalín

  • Skvalín eykur upptöku á CBD í gegnum húðina 10-40x.
  • Skvalín hentar öllum húðtegundum og hefur bólgueyðandi virkni á flestar bólgur og roða, s.s. bólur, exem, psoriasis o.fl.